Styður þú staðla?

Þetta eru fínar fréttir, sérstaklega fyrir alla þá sem vinna í vefbransanaum. Margir eru hættir að rembast við að styðja IE6 til dæmis. Hann er bara alveg út úr kortinu miðað við nýja vafra í dag.

 Ég vona mest að þeir hafi séð að sér núna og fari að styðja w3c staðla eins og flest allir aðrir vafrar gera í dag. Þetta gæti jafnvel leitt til þess að lækka verð á heimasíðugerð, þó það sé ólíklegt.

 Hafið það sem best
Gummi
http://www.flickr.com/photos/gummisig2/


mbl.is Microsoft ætlar sér stóra hluti í netvafrabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ég veit ekki hvort það sé hægt að flokka þetta sem fínar fréttir. Maður fær alltaf hnút í magann þegar nýjar versjónir af browserum koma út.

Arab (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Maður fær alltaf sérstaklega í magann þegar eitthvað nýtt kemur frá Microsoft. Þeir eru svo rosalega duglegir að hlaupa framhjá samkomulagi sem þeir skrifa sjálfir undir, eins og W3C

Tómas Þráinsson, 27.1.2009 kl. 16:22

3 identicon

Hvað er þetta stað-laarr sem þið talið um?

IE þróunarteymið (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:36

4 identicon

Finnst þér líklegt að þeir fari að styðja staðla núna? Þeir styðja reyndar alla staðla sem þeir sjálfir hafa skilgreint - það er þó jákvætt (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:49

5 identicon

Ég get ekki séð að þessi IE8 sé kominn út eins og sagt er í fréttinni.  Ég finn bara IE8 RC1!

Lárus Olgeir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:05

6 Smámynd: Guðmundur Bjarni Sigurðsson

Þeir komast ekki endalaust hjá því að forðast staðlana. Meira að segja Apple gerir það. Fínt að kóða fyrir Safari, hlutirnir eru oftast nákvæmlega eins og í Firefox.

 Eitt lítið tipp ef þið eruð að kóða fyrir standarda. Nota * padding:0 og margin:0

Þetta auðveldar allan eftirleik. Eða finna sér gott reset everything stylesheet.

Guðmundur Bjarni Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 23:09

7 identicon

Þeir sem þekkja til ættu að vita að það er kominn tími til að hætta að tengja saman IE og skort á stöðlum.  Vissulega inniheldur IE fullt af propriatery fídusum, en standards supportið hefur batnað töluvert með IE7 og verður bara prýðilegt með IE8.  IE8 mun t.d standast hið margfræga ACID2 test.

Haukur H. Þórsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Safari virkar næstum því alltaf. Annars Camino eða Firefox. Ég hef ekki þurft að nota IE í mörg ár.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 08:46

9 identicon

Haukur, þegar IE mun styðja þá staðla sem eru í notkun á sama tíma og browserinn kemur út, þó ekki væri nema að mestu leyti þá geta menn hætt að tengja saman IE og skort á stöðlum. Stuðningur við staðla hefur vissulega batnað töluvert með IE7 en samt er hann víðáttulangt frá því að styðja staðla sem eru jafnvel nokkrum árum eldri en IE7.

Það að IE8 eigi að standast ACID2 testið er líka gott og blessað en allir aðrir eru að vinna í því að standast ACID3 testið (eða standast það nú þegar) sem þegar er að verða eins árs gamalt. ACID2 testið fór í loftið 13. apríl 2005 og IE7 sem kom út rúmlega einu og hálfu ári síðar er ekki einu sinni nærri því að standast það. Það að MS er enn að eltast við að standast bráðum fjögurra ára gamalt test sýnir hvað þeir eru langt á eftir í þróuninni.

Gulli (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:00

10 identicon

1. Prufid ad opna texti.is í ie sama hvada version

Er skrifud med full standards, langar helst ad blokka ie alveg

gunnar g (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:57

11 Smámynd: Guðmundur Bjarni Sigurðsson

Já, þeir eru oft eftir á. Mig langaði mest að sjá stuðning við CSS3 en hann virðist ekki vera mikill af því sem komið er. Sjáið hér: http://www.evotech.net/blog/2008/03/ie8-css-support-internet-explorer-8-and-css-3/

Guðmundur Bjarni Sigurðsson, 28.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband